Það er mikilvægt að fara varlega um áramótin. Með því að nota flugeldagleraugu og gæta fyllsta öryggis þegar flugeldum er skotið upp getum við komið í veg fyrir óhöpp.
Flugeldagleraugu er hægt að nálgast á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna.
Öryggisakademían hefur gefið út nokkur myndbönd sem minna okkur á það sem hafa þarf í huga við meðferð flugelda. Það eru Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá sem standa saman að Öryggisakademíunni en hlutverk hennar er að miðla öryggis- og forvarnarskilaboðum í tengdum flugeldum til allra aldurshópa.