Innbústrygging bætir tjón af völdum bruna, vatns og innbrots.
Innbústrygging bætir tjón af völdum bruna, vatns og innbrots. Hún hentar ef innbúið sem á að tryggja er ekki á heimili þínu heldur t.d. í geymslu utan heimilis.
Fyrir þá sem vilja tryggja innbú á heimili sínu mælum við alltaf með Fjölskylduvernd með innbúskaskó sem er mun víðtækari trygging enn innbústrygging.
Iðgjald innbústryggingar fer eftir því hve háa tryggingu þú kaupir á innbúið. Það er mikilvægt að meta verðmæti innbúsins nærri lagi til að tryggja að fullar bætur fáist ef til tjóns kemur.
Fjölskylduvernd 2 er okkar vinsælasta heimilistrygging. Í henni er innifalin slysatrygging í frítíma og tryggingar sem taka á algengustu tjónum sem verða á innbúi auk fleiri trygginga.
Með fasteignatryggingu höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir húsaeigendur sem verndar þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á íbúðarhúsnæði.
Brunatrygging er skyldutrygging sem bætir tjón á húseign vegna eldsvoða, eldingar, sprengingar, sótfalls úr kynditækjum eða eldstæðum, af völdum loftfars og tjón vegna slökkvi- og björgunarðgerða.