Lausafjármunir fyrirtækja eru af ýmsum toga og nauðsynlegt er að huga vel að tryggingum þeirra. Hér á eftir er farið yfir helstu tryggingar sem bæta tjón á lausafé.
Lausafjármunir eða lausafé eru vörur líkt og hráefni, hálfunnar vörur og fullunnar, svo og umbúðir, húsmunir, innréttingar, vélar og annar rekstrarbúnaður, til dæmis verkfæri og áhöld. Einnig ökutæki sem ekki eru skráningarskyld samkvæmt umferðarlögum.
Eignatrygging bætir tjón á lausafé af völdum bruna, vatns, innbrots eða foks.
Glertrygging greiðir brot á venjulegu rúðugleri, gler- og plastskiltum svo og tjón á ljósabúnaði.
Húftrygging vinnuvéla bætir tjón á tryggðri vinnuvél, sem verður vegna vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.
Kæli- og frystivörutrygging bætir tjón sem verður á vörum sem geymdar eru í frysti- og kæligeymslum vegna bilunar í kælibúnaði.
Bændatrygging bætir tjón á lausafé vegna m.a. bruna, óveðurs og hraps. Tryggingin bætir einnig tjón á búfénaði vegna umferðaróhapps og raflosts.
Víðtæk eignatrygging bætir tjón á lausafé vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.